Viðskipti innlent

Breyttur Hanza-hópur

Róbert Melax
Róbert Melax

Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf. til Merlu ehf. Merla er félag í eigu Róberts Melax.

Hanza-hópurinn hefur verið áberandi á fasteignamarkaðnum síðustu misserin, meðal annars byggt fjögur lyftuhús á svokölluðum „Rafha-reit“ í Hafnarfirði, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þá stendur hópurinn að endurbyggingu DV-hússins í Þverholti og nýbyggingu verslunar- og íbúðarhúss í miðbæ Hafnarfjarðar. Fyrirtækið er einnig að reisa 335 íbúðir í Arnarneshæð og þróa nýtt íbúðarhverfi á Kársnesinu í Kópavogi.“

Róbert er kunnur úr íslensku viðskiptalífi. Hann er stofnandi Lyfju, fyrrum eigandi Dags Group og er forstjóri Open Hand í London.

Bræðurnir Arnar og Bjarki eru sagðir hafa snúið sér að eigin fjárfestingum auk þess sem þeir spila báðir með FH í fótboltanum á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×