Innlent

Starfsmannaleiga fær frest

Gissur Pétursson
Gissur Pétursson

Vinnumálastofnun lætur stöðva starfsemi Geymis ehf. í Reykjavík ef fyrirtækið skráir ekki starfsemi sína í samræmi við lög. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness segir að fyrirtækið hafi leigt pólska starfsmenn á Akranesi án þess að hafa tilskilin leyfi og félagið hafi látið vita.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stjórnendur Geymis hafi frest fram á mánudag til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Stofnunin hafi sannanir fyrir því að fyrirtækið reki starfsmannaleigu. Verði starfsemin skráð í samræmi við lög falli málið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×