Skortur á mannréttindum Sigurður T. Sigurðarson skrifar 12. janúar 2007 05:00 Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun