Lífið

Inga Dóra snýr ekki aftur

Jónas Örn. Meistarinn hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hann vilji vera með.
Jónas Örn. Meistarinn hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hann vilji vera með.

Inga Dóra Ingvarsdóttir, sem tapaði naumlega fyrir Jónasi Erni Helgasyni í úrslitaþætti Meistarans í fyrra, hefur ákveðið að snúa ekki aftur og reyna við titilinn að þessu sinni. Hins vegar mun Erlingur Sigurðarson vera staðráðinn í að gera betur en í fyrra og hyggst koma tvíefldur til baka en hann tapaði einmitt fyrir Ingu Dóru í undanúrslitaþættinum.

Hvorki Jónas Örn né Illugi Jökulsson hafa tekið ákvörðun um hvort þeir vilji reyna aftur fyrir sér en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá kitlar þátttaka í þættinum þá mikið. Jónas, Inga Dóra, Erlingur og Illugi fengu öll tilboð um sjálfkrafa keppnisrétt í sextán manna hópnum sem keppir um þennan eftirsótta titil og þær fimm milljónir sem í boði eru.

Á fjórða hundrað manns þreytti inntökupróf fyrir spurningaþáttinn Meistarann á fjórum stöðum á landinu á laugardaginn. Þátturinn sjálfur hefur göngu sína í janúar á Stöð 2 undir styrkri stjórn Loga Bergmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.