Viðskipti erlent

Sampo kaupir eigin bréf

Hlutabréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group tóku stökk upp á við í fyrradag þegar stjórn félagsins greindi frá því að hún hygðist nýta heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem næmi allt að 4,8 prósentum hlutafjár í bankanum.

Hækkaði gengi Sampo um fimm prósent á miðvikudaginn eftir að hafa lækkað skarpt frá því miðjan ágúst.

Exista er stærsti hluthafinn í Sampo með tæpan fimmtungshlut. Sá hlutur er metinn á rúma 210 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×