Viðskipti innlent

FL með í HoF viðskiptum

FL Group hefur staðfest að félagið tilheyri fjárfestahópi sem á í viðræðum um kaup á House of Fraser. Tilboð fjárfestahópsins hljóðar upp á 148 pens fyrir hvern hlut. Samkvæmt því er House of Fraser metið á 47 milljarða íslenskra króna.

Baugur leiðir fjárfestahópinn. Aðrir eru Don McCarthy og Stefan Cassar sem meðal annars eiga í Shoe Studio, bresku fjárfestingarfélögin West Coast Capital og Uberior Investment, auk Kevins Stanford, annars stofnenda Karen Millen tískuverslanakeðjunnar.

Bréf í House of Fraser stóðu í 144 pensum á hlut í Kauphöllinni í Lundúnum seinni partinn í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×