Erlent

Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu

Frá aðgerðunum í gær.
Frá aðgerðunum í gær. MYND/AP

Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku.

Egypskir landamæraverðir skutu viðvörunarskotum upp í loftið til að hrekja Palestínumennina burt sem skutu þó á móti. Ekki er þó vitað til þess að neinn hafi fallið í átökunum. Mikil ólga ríkir nú í Palestínu og segja stjórnmálaskýrendur að litlar líkur séu á að átökum og sprengjutilræðum linni í náinni framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×