Erlent

Sharon sagður lamaður fyrir neðan mitti

MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn og segja læknar batahorfur ekki vera góðar. Samkvæmt CNN lamaðist Sharon í neðri hluta líkamans og er hann nú í öndunarvél. Sharon átti að gangast undir aðgerð í dag vegna gats sem fannst á hjarta hans eftir fyrra heilablóðfallið.

Aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur tekið við völdum sem forsætisráðherra. Boðað hefur verið til þingkosninga þann 28. mars í Ísrael og býður Sharon, sem er 77 ára gamall sig fram til endurkjörs sem forsætisráðherra, nú fyrir Kadima-flokkinn sem hann stofnaði eftir að hann sagði sig úr Likud-flokknum nýlega. Kadima var spáð sigri en dagar Sharons í stjórnmálum eru þó að öllum líkindum taldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×