Haukastúlkur til Ungverjalands

Í morgun var dregið í Evrópukeppni bikarhafa í kvennaflokki og þá varð ljóst að bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki mæta ungverska liðinu Cornexi-Alcoa-HSB. Haukar spila fyrri leik sinn á heimavelli um miðjan október og útileikinn viku síðar.