Sátt um lausnir á vanda LSH 20. október 2006 05:00 Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun