Innlent

Horft um pólitíska öxl í Kryddsíldinni kl. 14

MYND/GVA

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 á Stöð 2 og verður í opinni dagskrá. Þetta er í sautjánda sinn sem Kryddsíldin er framreidd en þar ræða leiðtogar stjórnmálaflokkanna fimm um atburði ársins sem er að líða.

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Egill Helgason stjórna umræðunum en auk þeirra ræðir Edda Andrésdóttir við Ómar Ragnarsson sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur valið mann ársins fyrir baráttu sína fyrir verndun íslenskrar náttúru.

Ragnheiður Gröndal og hljómsveit flytja auk þess ljúfa tóna í þættinum þar sem botninn verður sleginn í hið pólitíska ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×