Formúla 1

Schumacher í fullri vinnu hjá Ferrari

Stjórnarmenn Ferrari vilja með engu móti sleppa takinu af Michael Schumacher.
Stjórnarmenn Ferrari vilja með engu móti sleppa takinu af Michael Schumacher. MYND/Getty

Michael Scumacher er vissulega hættur að aka fyrir Ferrari-liðið í formúlunni en honum er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu á næsta ári. Nú hefur verið tilkynnt að Schumacher mun verða helsti ráðgjafi liðsins í þróun keppnisbílsins og einnig þróun hina "hefðbundnu" Ferrari-bíla.

Í október var sagt frá því að Schumacher myndi vinna fyrir Ferrari við að uppgötva nýja og efnilega framtíðarökumenn ásamt því að vinna sem aðstoðarmaður Jean Todt, liðsstjóra Ferrari. En nú hefur verið skrifað undir samninga þess efnis að Schumacher muni verða helsti ráðgjafi Ferrari við þróun keppnisbílsins í Formúlu 1 sem og þróun almennra bíla sem seldir verða til almennings.

"Við viljum alls ekki missa Schumacher. Öll hans reynsla mun nýtast okkur fyrirtæki gríðarlega vil við þróun nýrra bíla," segir Mario Almondo, nýr tæknistjóri Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×