Innlent

Hvítárnar í ham

Hvítárnar bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði eru í miklum ham og er búið að loka brúm og vegum við báðar árnar. Í Borgarfirðinum er búið að loka gömlu brúnni yfir Hvítána sem er millli Ferjukots og Hvítárvalla. Flóðbylgja er einnig á leið niður Hvítá á Suðurlandi og var brúnni á Brúarhlöðum lokað í morgun þar sem brúin var komin á kaf og vatn komið upp á veginn beggja vegna brúarinnar.

Þá er vegurinn að Auðsholti lokaður og bærinn innlyksa.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra býst við því að flóðbylgjan í ánni verði við Vörðufell á Skeiðum um þrjúleytið í dag og verði við Selfoss um fimm í dag. Fólki sem uppalið er á svæðinu þykir áin óárennileg og segir afar sjaldgæft að hún vaxi svona mikið. Við segjum nánar frá þessum flóðum og sýnum myndir af vatnsflaumnum í kvöldfréttum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×