Körfubolti

Mikil spenna í fyrstu umferðunum

mynd/anton brink

Það er óhætt að segja að fyrstu tvær umferðirnar í úrvalsdeild karla í körfubolta lofi góðu um framhaldið í vetur, því aldrei áður hefur verið eins mikil spenna á jafnmörgum vígstöðvum eftir tvær umferðir á miðað við núverandi keppnisfyrirkomulag.

Þannig hafa úrslit 42% leikja til þessa ráðist með þremur stigum eða minna það sem af er og þegar hafa úrslit tveggja leikja ráðist í framlengingu. Að jafnaði hafa úrslitin í aðeins einum af hverjum fjórum leikjum ráðist með yfir tíu stiga mun. Þetta er því "jafnasta" byrjun á úrvalsdeild karla í körfuknattleik í áratug, eða síðan byrjað var að keppa eftir núverandi fyrirkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×