Innlent

Dagur Sameinuðu þjóðanna í dag

Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíðlegur víða um lönd. Ban Ki-moon, sem tekur við embætti framkvæmdastjóra af Kofi Annan í janúar, sagði í ræðu í dag að hann muni leitast við að efla traust á samtökunum og útrýma klofningi. Sigríður Snævarr heldur fyrirlestur í dag hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna um framboð Íslands til öryggisráðsins.

Sigríður hefur verið kosningastjóri framboðs Íslands til öryggisráðsins. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum opinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×