Watson óheimilt að koma inn fyrir 12 mílur 20. október 2006 17:47 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmir hvalveiðar Íslendinga og segir að ef hún fengi að ráða yrðu hvalveiðar alfarið bannaðar að eilífu. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd-samtakanna, sem sökkti tveimur hvalveiðiskipum á níunda áratugnum, boðar komu sína á Íslandsmið, en honum er óheimilt að koma inn í íslenska lögsögu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvetur íslensk stjórnvöld til að taka ákvörðun sína um veiðar til baka. Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi hvalveiðarnar einnig harkarlega í fréttum okkar gær. Bradshaw sagði ákvörðunina óskiljanlega, ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreið, sem væri í útrýmingarhættu. Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að sér hafi ekki komið á óvart að Bradsaw væri andvígur Íslendingum í hvalamálum. Það hafi margt oft legið fyrir og væri eftir bókinni. Hins vegar hafi stóra-bróðurs tónninn í honum komið á óvart. "Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að hann hefur enga stöðu til að tala svona til annarra þjóða. Hann getur haft skoðanir á málunum en hann hefur ekki rétt að mínu mati til að tala til þjóða eins og okkar með þessum hætti," sagði Einar. Sjávarútvegsráðherra sagði skýringuna kunna að vera að Bradsaw hefði uppi rangar fyllyrðingar um að Íslendingar væru að veiða hvali úr stofnum í útrýmingarhættu og ef hann byggði skoðun sína á því, væri ekki óeðlilegt að hann hrapaði að röngum ályktunum. Aftur á móti hefðu verið leyfðar veiðar á stofni sem þyldi þessar veiðar og jafnvel meiri veiði. Kanadamaðurinn Paul Watson, forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, boðar komu skips frá samtökunum á Íslandsmið. En Watson og félagar hans sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn og unnu skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði árið 1988. Honum var þá vísað úr landi eftir fanglesisvist og settur í ótímabundið endurkomubann til landsins. Hann má því ekki koma inn fyrir íslenska landhelgi, sem nær 12 mílur frá landi. Watson getur hins vegar verið um borð í skipi frá 12 mílum út að 200 mílum, svo framarlega sem það skip tilkynni sig með löglegum hætti inn í efnahagslögsöguna og uppfylli almenn skilyrði. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær, að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Sjávarútvegsráðherra telur að yfirlýsingar breska ráðherrans skaði ekki samskipti Íslendinga og Breta. Bradsaw hafi hins vegar sett fram dulbúnar hótanir um að þetta gæti haft áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Þegar hann fari yfir málin í heild sinni sagðist Einar ekki trúa öðru en Bradsaw kæmist að sömu niðurstöðu og allir skinsamir menn hljóti að gera. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmir hvalveiðar Íslendinga og segir að ef hún fengi að ráða yrðu hvalveiðar alfarið bannaðar að eilífu. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd-samtakanna, sem sökkti tveimur hvalveiðiskipum á níunda áratugnum, boðar komu sína á Íslandsmið, en honum er óheimilt að koma inn í íslenska lögsögu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvetur íslensk stjórnvöld til að taka ákvörðun sína um veiðar til baka. Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi hvalveiðarnar einnig harkarlega í fréttum okkar gær. Bradshaw sagði ákvörðunina óskiljanlega, ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreið, sem væri í útrýmingarhættu. Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að sér hafi ekki komið á óvart að Bradsaw væri andvígur Íslendingum í hvalamálum. Það hafi margt oft legið fyrir og væri eftir bókinni. Hins vegar hafi stóra-bróðurs tónninn í honum komið á óvart. "Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að hann hefur enga stöðu til að tala svona til annarra þjóða. Hann getur haft skoðanir á málunum en hann hefur ekki rétt að mínu mati til að tala til þjóða eins og okkar með þessum hætti," sagði Einar. Sjávarútvegsráðherra sagði skýringuna kunna að vera að Bradsaw hefði uppi rangar fyllyrðingar um að Íslendingar væru að veiða hvali úr stofnum í útrýmingarhættu og ef hann byggði skoðun sína á því, væri ekki óeðlilegt að hann hrapaði að röngum ályktunum. Aftur á móti hefðu verið leyfðar veiðar á stofni sem þyldi þessar veiðar og jafnvel meiri veiði. Kanadamaðurinn Paul Watson, forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, boðar komu skips frá samtökunum á Íslandsmið. En Watson og félagar hans sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn og unnu skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði árið 1988. Honum var þá vísað úr landi eftir fanglesisvist og settur í ótímabundið endurkomubann til landsins. Hann má því ekki koma inn fyrir íslenska landhelgi, sem nær 12 mílur frá landi. Watson getur hins vegar verið um borð í skipi frá 12 mílum út að 200 mílum, svo framarlega sem það skip tilkynni sig með löglegum hætti inn í efnahagslögsöguna og uppfylli almenn skilyrði. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær, að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Sjávarútvegsráðherra telur að yfirlýsingar breska ráðherrans skaði ekki samskipti Íslendinga og Breta. Bradsaw hafi hins vegar sett fram dulbúnar hótanir um að þetta gæti haft áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Þegar hann fari yfir málin í heild sinni sagðist Einar ekki trúa öðru en Bradsaw kæmist að sömu niðurstöðu og allir skinsamir menn hljóti að gera.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent