Innlent

Siðmennt vill trúarstarf út úr skólunum

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, vill að allt starf Vinaleiðar, sem er kristileg sálgæsla og fer fram í skólum, verði stöðvuð á öllu landinu.

Siðmennt leggur til í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag, að útbúnar verði skýrar verklagsreglur fyrir skólastjórnendur og

kennara svo tryggt verði að trúarlegt starf verði ekki stundað í opinberum

skólum.

Félagið hefur skrifað menntamálaráðherra bréf um þetta mál. Það krefst þess að menntayfirvöldum sveitarfélaganna ásamt skólastjórnendum verði gert að skilja að skóla og kirkju. Öll verkefni í leikskólum og grunnskólum sem eru á vegum trúfélaga verði umsvifalaust lögð af svo trúfrelsi sé virt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×