Formúla 1

Raikkönen tekur við af Schumacher

Hér sjást sigurvegarar kappakstursins í dag stilla sér upp eftir verðlaunaafhendingu. Raikkönen er lengst til vinstri á myndinni.
Hér sjást sigurvegarar kappakstursins í dag stilla sér upp eftir verðlaunaafhendingu. Raikkönen er lengst til vinstri á myndinni.

Það verður Finninn Kimi Raikkönen sem mun taka sæti Michael Schumacher sem ökumaður Ferrari á næsta keppnistímabili í formúlu 1. Þetta tilkynnti stjórn Ferrari eftir Ítalíu-kappaksturinn í dag en áður hafði Schumacher greint frá því að hann hyggðist draga sig í hlé eftir tímabilið.

Tíðindin koma svo sem ekki á óvart þar sem talið var að Raikkönen myndi taka við af Schumacher hjá Ferrari, hvenær svo sem sá þýski myndi hætta. Hann mun aka við hlið Felipe Massa á næsta keppnistímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×