Fótbolti

Gerir lítið úr ummælum Gallas

MYND/AP

Þjálfari Frakka, Raymond Domenech, hefur gert lítið úr þeim ummælum William Gallas, að Portúgalar muni reyna allt hvað þeir geta til að koma Frökkum úr jafnvægi.

Gallas sagði meðal annars: "Eitt sem er mikilvægt er að þetta Portúgalska lið er mikið fyrir það að liggja í grasinu og reyna að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Dómarinn verður að hafa þetta í huga og hafa góða stjórn á þessu. Við verðum að einbeitta okkur 100%. Þeir munu reyna allt til að lokka okkur útaf. Sjáið bara leikinn hjá þeim gegn Englandi. þeir sáu til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald."

Domenech vildi ekki meina að þetta væri raunin þegar hann tók við míkrófóninum af Gallas á blaðamannafundi.

Þegar hann var spurður um það sem Gallas sagði, svaraði hann: "Portúgalar geta leikið vel, þeir munu valda okkur vandræðum tæknilega, taktískt og líkamlega. Þeir hafa sýnt að þeir eru með gott lið enda komir í undanúrslit á HM. Þangað kemst ekkert lið með klækjum."

Domenech sem var þjálfari franska U-21 árs liðsins þegar Frakkar unnu HM-1998, sagði í lokin: "Við erum klárir í undanúrslitin og okkur líður sérstaklega vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×