Erlent

Önnur belgísku telpnanna jarðsungin

Belgíska stúlkan Nathalie Mahy, sem ásamt stjúpsystur sinni var misþyrmt og myrt í síðasta mánuði, var borin til grafar í borginni Liege í morgun. Ættingjar hennar höfðu beðið um að fá að halda jarðarförina í kyrrþey en til að sýna samstöðu flykktust borgarbúar út á götur og fylgdust hljóðir með. Á meðal syrgjendanna voru foreldrar telpu sem hinn illræmdi Marc Dutroux nauðgaði og myrti fyrir um áratug. Lík stúlknanna, sem voru tíu og sjö ára, fundust á miðvikuvikudaginn en þá hafði þeirra verið saknað í þrjár vikur. Dæmdur barnanauðgarði sem býr í nágrenninu er grunaður um ódæðið og hefur hann verið ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×