Erlent

Fjörtíu féllu í sprengjuárás

Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima. Önnur sprengja sprakk skömmu síðar í borginni Hilla suður af höfuðborginni. Þar eru sjíar fjölmennastir. Á báðum stöðum var krökt af fólki þar sem viðskiptavinir voru að versla mat fyrir kvöldið eða að kæla sig þar sem heitt hvaði verið í veðri fyrr um daginn. Skömmu áður en árásinar voru gerðar höfðu leiðtogar andspyrnuhópa súnnía haft samband við stjórnvöld til að ræða aðkomu þeirra að sáttaferli forsætisráðherra landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×