Erlent

Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar

MYND/AP

Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum.

Yfirvöld óttast að til átaka geti komið og var stíft leitað í handtöskum fólks á torginu í dag og að minnsta kosti tveir voru handteknir þegar þeir virtust vera að undirbúa einhverskonar mótmæli að mati yfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×