Erlent

Fylgdu reglum

Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn. Formælandi bandaríska hersins í Bagdad sagði í gær að hermennirnir hefðu í einu og öllu fylgt reglum þegar skotið var á þá úr húsinu. Lögregla í Írak fullyrðir í skýrslu um málið að hermennirnir hafi skotið fólkið til bana að því virðist að ástæðulausu, þar á meðal fimm börn og síðan sprengt húsið í loft upp. Bandaríkjaher heldur því hins vegar fram að hermenn hafi lent í skotbardaga eftir að hafa fengið upplýsingar um að stuðningsmaður al-Qaeda væri í tilteknu húsi. Síðan hefði húsið hrunið eftir að hafa orðið fyrir fjölda skota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×