Fótbolti

Sionko kallaður inn fyrir Smicer

Libor Sionka (til vinstri), berst um boltann við Lukaz Surma
Libor Sionka (til vinstri), berst um boltann við Lukaz Surma MYND/AP

Libor Sionko miðjumaður Glasgow Rangers hefur verið kallaður inn í HM hóp Tékka í staðinn fyrir Vladimir Smicer sem meiddist á hásin og þurfti að draga sig úr hópnum.

Sionko sem er nýlega genginn til liðs við Rangers frá Austria Vien hefur spilað 17 landsleiki fyrir Tékka og skorað í þeim 1 mark. Sionko er 29 ára miðjumaður sem brilleraði hjá Austria Vien á tímabilinu áður en að hann gekk til liðs við Rangers og skoraði m.a. 6 mörk í 31 leik á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×