Viðskipti innlent

Farþegum easyJet fjölgaði í febrúar

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet greindi frá því í dag að farþegar flugfélagsins hafi verið 2,37 milljónir talsins í síðasta mánuði og nemur það 9,4 prósenta fjölgun farþega frá sama tíma í fyrra. Sætanýting minnkaði hins vegar. Hún var 83,7 prósent í síðasta mánuði en var 85,9 prósent á sama tíma í fyrra. Tekjur flugfélagsins á síðustu 12 mánuðum jukust um 19,8 prósent og nam 1,4 milljörðum punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×