Erlent

30 hið minnsta slasaðir

Þakið á Kauphöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu og greinir Sky-fréttastöðin frá því að að minnsta kosti þrjátíu séu slasaðir. Fréttum ber reyndar ekki saman um hvers konar starfsemi sé í byggingunni; BBC segir að um kauphöll sé að ræða en Sky og Reuters tala um sýningarhöll. Lögreglan í Katowice telur að þakið hafi látið undan snjóþunga en óvenju mikið hefur snjóað í Póllandi, sem og nágrannalöndunum, undanfarna daga og vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×