Rómverjasögur Egill Helgason skrifar 24. september 2006 00:00 Það sem er heillandi við Rómverjasögu, fyrir utan stórbrotnar persónur, mikla stríðsmenn og ógurleg flögð, er siðmenning þeirra, svo háþróuð að annað eins sást ekki fyrr en meira en árþúsundi eftir að heimsveldi þeirra féll; vegirnir sem þeir lögðu um Evrópu, til Gallíu og Grikklands, vatnsveiturnar, böðin (menn hættu að fara í bað eftir að Róm féll), blokkarhverfin í Rómaborg, verslunin, stjórnsýslan. Að sumu leyti stöndum við á öxlunum á Rómverjum. En um leið er menning þeirra framandi - að maður segi ekki villimannleg. Maður nefnir skemmtanamenninguna, skylmingaleika, fólk sem er kastað fyrir villidýr að viðstöddum áhorfendum, stéttaskiptinguna, þrælahaldið sem allt sýstemið byggði á. Róm kallaði sig lýðveldi framan af, var í rauninni mjög karlpungalegt höfðingjaveldi. Virðingin út á við skipti öllu - það er vart hægt að hugsa sér úthverfari menn Rómverja. Því er kristnin svo mikil bylting þegar hún kemur fram með siðaboðskap sinn svona gerólíkan þeim rómverska og í raun furðulegt að þessi trú úr botni Miðjarðarhafs skyldi sigra. --- --- --- Eftir fall Rómar hurfu vegirnir - það er skrítið til þess að hugsa að villigróður huldi þá smátt og smátt. Menningin hvarf inn í klaustrin þar sem hún var ástunduð í hljóðri íhugun, fjarri skarkala heimsins - veröldin var reyndar öll mjög hljóðlát. Borgir voru varla neinar að heitið gæti. Verkþekking glataðist, verslun lagðist af. Heimur miðaldanna er feikn ólíkur Róm; Róm er veraldleg menning, full af krafti, lífsþorsta og græðgi, en á miðöldum er lífið aðallega undirbúningur undir aðra vist - umbunin er öll hinum megin. --- --- --- Annars fagna ég því að sandalamyndirnar skuli vera komnar aftur. Ég er gamall aðdáandi þeirrar kvikmyndagreinar. Menn gáfust því miður á að framleiða þær um skeið. Ég undanskil reyndar myndir eins og Gladiator og Troy - þar er búið að gera svo einfeldnislegt melódrama úr þekktum sögum að útkoman verður bjánaleg. Framleiðslan er miðuð við menntunarstig bandarískra unglinga. Þáttaröðin Róm, sem er nýbyrjuð á Stöð 2, virðist vera á nokkuð hærra plani. Hún er reyndar kynnt sem fornaldar-Dallas, en það er heldur ekki svo fjarri lagi. Rómverjasagan er full af samsærum, morðum, svalli, eiturbyrlurum og fjölbreyttu kynlífi. Miklu meira krassandi en nokkur sjónvarpssápa. Um þetta má lesa í verkum hinna stórkostlegu sagnaritara, Tacitusar, Suetoniusar - nú eða í skáldsögunni I Claudius eftir Robert Graves. Þar skortir hvergi safann. --- --- --- Svo er önnur bók sem ég er nýbúinn að lesa, Rubicon eftir sagnfræðinginn Tom Holland. Hún kom út 2003 og fjallar um heimspólitíska atburði á 1. öld f. Kr. þegar lýðveldið rómverska riðaði til falls, frændur og vinir bárust á banaspjót, á sama tíma og ríkið þandist stöðugt út. Þarna eru sömu persónur og fjallað er um í þáttunum: Caesar, Pompeius, Marcus Antonius, Cicero, Octavianus. Sumir myndu jafnvel segja að þetta sé lærdómsrík bók að lesa á tíma hins ameríska heimsveldis sem að mörgu leyti þykir líkara hinu rómverska - með sínar legíónir út um allan heim, brauð og leiki - en til dæmis breska heimsveldinu sem þó er nær í tíma. Meira um það síðar. Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Það sem er heillandi við Rómverjasögu, fyrir utan stórbrotnar persónur, mikla stríðsmenn og ógurleg flögð, er siðmenning þeirra, svo háþróuð að annað eins sást ekki fyrr en meira en árþúsundi eftir að heimsveldi þeirra féll; vegirnir sem þeir lögðu um Evrópu, til Gallíu og Grikklands, vatnsveiturnar, böðin (menn hættu að fara í bað eftir að Róm féll), blokkarhverfin í Rómaborg, verslunin, stjórnsýslan. Að sumu leyti stöndum við á öxlunum á Rómverjum. En um leið er menning þeirra framandi - að maður segi ekki villimannleg. Maður nefnir skemmtanamenninguna, skylmingaleika, fólk sem er kastað fyrir villidýr að viðstöddum áhorfendum, stéttaskiptinguna, þrælahaldið sem allt sýstemið byggði á. Róm kallaði sig lýðveldi framan af, var í rauninni mjög karlpungalegt höfðingjaveldi. Virðingin út á við skipti öllu - það er vart hægt að hugsa sér úthverfari menn Rómverja. Því er kristnin svo mikil bylting þegar hún kemur fram með siðaboðskap sinn svona gerólíkan þeim rómverska og í raun furðulegt að þessi trú úr botni Miðjarðarhafs skyldi sigra. --- --- --- Eftir fall Rómar hurfu vegirnir - það er skrítið til þess að hugsa að villigróður huldi þá smátt og smátt. Menningin hvarf inn í klaustrin þar sem hún var ástunduð í hljóðri íhugun, fjarri skarkala heimsins - veröldin var reyndar öll mjög hljóðlát. Borgir voru varla neinar að heitið gæti. Verkþekking glataðist, verslun lagðist af. Heimur miðaldanna er feikn ólíkur Róm; Róm er veraldleg menning, full af krafti, lífsþorsta og græðgi, en á miðöldum er lífið aðallega undirbúningur undir aðra vist - umbunin er öll hinum megin. --- --- --- Annars fagna ég því að sandalamyndirnar skuli vera komnar aftur. Ég er gamall aðdáandi þeirrar kvikmyndagreinar. Menn gáfust því miður á að framleiða þær um skeið. Ég undanskil reyndar myndir eins og Gladiator og Troy - þar er búið að gera svo einfeldnislegt melódrama úr þekktum sögum að útkoman verður bjánaleg. Framleiðslan er miðuð við menntunarstig bandarískra unglinga. Þáttaröðin Róm, sem er nýbyrjuð á Stöð 2, virðist vera á nokkuð hærra plani. Hún er reyndar kynnt sem fornaldar-Dallas, en það er heldur ekki svo fjarri lagi. Rómverjasagan er full af samsærum, morðum, svalli, eiturbyrlurum og fjölbreyttu kynlífi. Miklu meira krassandi en nokkur sjónvarpssápa. Um þetta má lesa í verkum hinna stórkostlegu sagnaritara, Tacitusar, Suetoniusar - nú eða í skáldsögunni I Claudius eftir Robert Graves. Þar skortir hvergi safann. --- --- --- Svo er önnur bók sem ég er nýbúinn að lesa, Rubicon eftir sagnfræðinginn Tom Holland. Hún kom út 2003 og fjallar um heimspólitíska atburði á 1. öld f. Kr. þegar lýðveldið rómverska riðaði til falls, frændur og vinir bárust á banaspjót, á sama tíma og ríkið þandist stöðugt út. Þarna eru sömu persónur og fjallað er um í þáttunum: Caesar, Pompeius, Marcus Antonius, Cicero, Octavianus. Sumir myndu jafnvel segja að þetta sé lærdómsrík bók að lesa á tíma hins ameríska heimsveldis sem að mörgu leyti þykir líkara hinu rómverska - með sínar legíónir út um allan heim, brauð og leiki - en til dæmis breska heimsveldinu sem þó er nær í tíma. Meira um það síðar.
Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira