Viðskipti innlent

Lífleg viðskipti með bréf Avion

Lífleg viðskipti voru með hlutabréf Avion Group, fjárfestingafélags á sviði flutningastarfsemi, en félagið var í morgun skráð á aðallista Kauphallar Íslands.

Þegar viðskipti hófust klukkan tíu í morgun stóð verð hvers hlutar í 49,1 krónu, hækkaði á fyrstu mínútunum yfir 50 krónur, en var tæpum klukkutíma síðar komið í 45,2 krónur.

Í útboði sem sem fram fór í síðasta mánuði seldist allt hlutafé á genginu 38,3.

Hluthafar í Avion Group eru samkvæmt lista sem gefinn var út 19. janúar:

Frontline Holding S.A. - 34,7%

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki - 13,2%

Pilot Investors Ltd. - 10,4%

Landsbanki Luxembourg S.A. - 7,1%

Philip Wyatt - 3,4%

Fjárfestingarfélagið Sjöfn hf. - 2,8%

Craqueville Inc. - 2,7%

Avion Group hf. - 2,6%

Arngrímur Jóhannsson - 2,0%

Arion - safnreikningur - 1,8%

Fidecs Trust Company - 1,8%

Landsbanki Íslands hf. - 1,6%

Tjaldur P/F - 1,3%

Lífeyrissjóður Verslunarmanna - 0,9%

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 - 0,9%

Kaupthing Bank Luxembourg S.A. - 0,7%

Lífeyrissjóður Norðurlands - 0,7%

Gildi - lífeyrissjóður - 0,7%

ISP ehf. - 0,6%

Íslenski lífeyrissjóðurinn - 0,6%

Aðrir minni hluthafar - 9,4%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×