Erlent

Íranar hafa samþykkt að hefja samningarviðræður

Íranar hafa samþykkt að ganga að samningaborðinu með Bretum, Frökkum og Þjóðverjum um kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær. Utanríkisráðherrar landanna þriggja hafa hins vegar greint frá því að samningaviðræður hafi til þessa engu skilað og krefjast þess að málið verði lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gripið verði til refsiaðgerða en þess hefur utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, einnig krafist. Annan segist áhyggjufullur yfir því að Íransstjórn hafi ákveðið að hefja kjarnorkuvinnslu á nýjan leik og útikokaði ekki að refsiaðgerðum yrði beitt gegn Íran, en það yrði þó ekki strax. Mikilvægt væri að halda viðræðum áfram enda refsiaðgerðir í raun aldrei skilað neinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×