Innlent

Engin ástæða til að forðast ferðalög til Tyrklands

MYND/AP

Tyrknesk yfirvöld rannsaka nú þann möguleika hvort fyrstu dauðsföll af völdum fuglaflensu þar í landi sé um smit manna á millum að ræða. Haraldur Breim, sóttvarnarlækninr segir enga ástæðu til að forðast ferðalög til Tyrklands.

Þetta eru fyrstu dauðsföll af völdum fuglaflensu í Evrópu og ef um smit manna á milli er að ræða er hugsanlegt að faraldur breiðist út. Systkinin þrjú sem létust í þessari viku í Tyrklandi bjuggu á kjúklingbúi og talið að þau hafi smitast við að meðhöndla dauðan kjúkling sem drapst úr veirunni. Mikill ótti greip um sig i heimabæ þeirra Dogubayazit í gær og sjúkrahús yfirfylltust af óttaslegnum foreldrum sem þangað komu með börn sín til skoðunar. Samkvæmt frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni er bærinn kominn í sóttkví. Sérfræðingar fylgjast með þróun H5N1 stofnsins þar sem enn er óttast að hann kunni að stökkbreytast á þann hátt að veiran smitist auðveldlega manna á milli.

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir að aðeins sé hægt að gefa ferðamönnum sömu ráð og ferðam önnum til Suð Austur Asíu. Engin ástæða sé til þess að vara við ferðlögum til þessarra landa. Ráðin séu þau að forðat fuglamarkaði, alifuglabú, og komist fólk í beina snertingu við fugla þá sé mikilvægt að þrífa sig. Hann segir einnig óhætt að borða vel soðð fuglakjöt. Hann segir að enn sem komið er sé flensan fuglaflensa og smitleiðin sé úr fuglum í menn. En hún geti að sjálfsögðu stökkbreyst og orðið að heilsufarslegu vandamáli líkt og allar þær flensur sem nú hrjá mannfólkið semallar eruupprunnar úr andfuglum, líkt ogspænska veikinsem talin er hafa verið fuglaflensa.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×