Erlent

NIB má fjármagna verkefni í Úkraínu

NIB má fjármagna verkefni í Úkraínu

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hefur skrifað undir samstarfssamning við Úkraínu. Eftir að samningurinn hefur verið staðfestur mun NIB, sem alþjóðleg fjármálastofnun, geta fjármagnað verkefni í Úkraínu.

Johnny Åkerholm framkvæmdastjóri NIB segir samninginn styrkja efnahagslegt samstarf Úkraínu og aðildarríkja NIB. Bankinn veitir lán til verkefna sem stuðla að þróun innviða, orkumála, fjarskipta, bættu umhverfi og annarra mikilvægra verkefna.

Úkraína, þar sem 48 milljónir manns búa, er eitt af stærstu löndum Evrópu. Efnahagsleg þróun í landinu hefur jafnframt verið ein sú hraðasta í álfunni. Mikill fjöldi norður-evrópskra fjárfesta hafa þegar náð fótfestu þar. Við vonum að NIB geti stutt fyrirtæki frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum í markaðssókn á svæðinu, segir Johnny Åkerholm.

Það voru Victor Pynzenyk fjármálaráðherra Úkraínu og Johnny Åkerholm framkvæmdastjóri NIB sem undirrituðu samninginn þann 23. desmeber 2005.

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja; Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni sem unnin eru af einka- eða opinberum aðilum innan og utan aðildarríkjanna. NIB hefur hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn AAA/Aaa, hjá Standard & Poor’s og Moody’s sem eru leiðandi matsstofnanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×