Erlent

Charles Kennedy hvattur til afsagnar vegna drykkjuvanda

Kastjós fjölmiðlanna í Bretlandi beinist nú að Charles Kennedy sem viðurkenndi í gær að hann væri áfengissjúklingur.
Kastjós fjölmiðlanna í Bretlandi beinist nú að Charles Kennedy sem viðurkenndi í gær að hann væri áfengissjúklingur. MYND/AP

Einn helsti ráðgjafi Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur hótað að segja af sér ef Kennedy hættir ekki sem leiðtogi flokksins. Kennedy viðurkenndi í gær að hann ætti við áfengisvanda að stríða en ætlaði ekki að víkja þrátt fyrir háværar þar um. Ellefu þingmenn í forystusveit flokksins ætla að senda frá sér bréf þar sem fram kemur að þeir beri ekki lengur fullt traust til formannsins. Ekki liggur ljóst fyrir hverir sækjast eftir embættinu segi Kennedy af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×