Innlent

Vinstri grænir í Kópavogi gagnrýna bæjarstjórn Kópavogs

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðu leikskólamála í bænum. Stjórn Vinstri grænna fordæmir verklag bæjarstjórnar en í ályktun frá Vinstri gænum eru bæjarstjórn Kópavogs gagnrýnd harðlega. Bæjarstjórn Kópavogs er sögð hafa þráast við að leysa úr þeim vandamálum sem komið hafa upp vegna óánægju starfsfólks á leikskóla og foreldra. Vinstri grænir segja að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks leiksskóla í Kópavogi og foreldra, hafi bæjaryfirvöld ekki gert neitt í málinu. Vinstri grænir lýsa allri ábyrgð á hendur núverandi stjórnendum bæjarins og skorar á bæjaryfirvöld að ganga til samninga við starfsfólk leiksskólanna til að koma í veg fyrir frekari vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×