Erlent

Snjóskortur á skíðasvæðum

Skíðasvæði í Svíþjóð og Finnlandi hafa verið opnuð heldur seinna í vetur en í venjulegu árferði. Í Svíþjóð hafa stjórnendur skíðahótela neyðst til að afbóka gesti og segja upp starfsfólki, að sögn sænska dagblaðsins Aftonbladet. Lítið er um snjóog kemur það illa við ferðaþjónustuna um allt land.

Í Finnlandi hefur gengið örlítið betur að opna skíðasvæði, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet, en þó ekki nógu vel. Í Suður- og Mið-Finnlandi voru skíðasvæði opnuð um jólin en venjulega eru skíðasvæði í Finnlandi opnuð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×