Bauð hæst í mat með Buffett 30. júní 2006 12:18 Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda Microsoft. Mynd/AFP Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira