KB banki tekur 43 milljarða króna lán Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. mars 2006 06:00 Skrifað verður í vikunni undir sambankalán í Evrópu til Kaupþings banka að upphæð allt að 500 milljónir evra, um 43 milljarðar króna. 27 bankar taka þátt í láninu, en millibankalánamarkaður er einn valkosta í fjármögnun banka við hlið skuldabréfaútgáfu. Sambankalánið er annars vegar til þriggja og hins vegar til fimm ára og kjörin sem bankanum bjóðast sögð afar hagstæð, 17,5 og 23,5 punktum yfir Euribor, millibankavöxtum í Evrópu. Til samanburðar segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar KB banka, að ávöxtunarkrafa fimm ára skuldabréfa hafi verið 70 til 80 punktum yfir Euribor. Í gær kom út ný skýrsla þar sem fjárfestingarbankinn Morgan Stanley mælir ekki með KB banka sem fjárfestingarkosti á skuldabréfamarkaði og greinir þar á milli hans og hinna bankanna tveggja. Guðni segir erfiðara með fjármögnun á skuldabréfamarkaði að sinni og telur að í kjörunum sem þar bjóðast endurspeglist neikvæð skrif greiningardeilda að undanförnu. Heldur kveður þó við jákvæðari tón í skýrslu Morgan Stanley. Augljóst var að markaðurinn fór á flótta um leið og Merrill Lynch gaf út sína skýrslu og eins þegar Fitch breytti lánshæfishorfum ríkisins, segir hann en telur bankann vel settan hvað varðar frekari fjármögnun. Hann segir bankann hafa tímann fyrir sér, gjalddagar séu ekki fyrr en með haustinu og uppi séu áætlanir um útgáfu skuldabréfa bæði í Bandaríkjunum og Asíu, auk þess sem bankinn eigi líka 8,7 milljarða í auðseljanlegum eignum, ef í harðbakkann slær. „En við fengum góðar móttökur í sambankaláninu. Kjörin eru góð og endurspegla traust á Kaupþingi banka á evrópskum bankamarkaði,“ segir hann. Heildarendurfjármögnun bankans á árinu nemur um 1,3 milljörðum evra, fyrir utan endurfjármögnun bankanna FIH og Singer og Friedlander, en þeir bankar sjá um sína endurfjármögnun sjálfir. Innlent Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Skrifað verður í vikunni undir sambankalán í Evrópu til Kaupþings banka að upphæð allt að 500 milljónir evra, um 43 milljarðar króna. 27 bankar taka þátt í láninu, en millibankalánamarkaður er einn valkosta í fjármögnun banka við hlið skuldabréfaútgáfu. Sambankalánið er annars vegar til þriggja og hins vegar til fimm ára og kjörin sem bankanum bjóðast sögð afar hagstæð, 17,5 og 23,5 punktum yfir Euribor, millibankavöxtum í Evrópu. Til samanburðar segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar KB banka, að ávöxtunarkrafa fimm ára skuldabréfa hafi verið 70 til 80 punktum yfir Euribor. Í gær kom út ný skýrsla þar sem fjárfestingarbankinn Morgan Stanley mælir ekki með KB banka sem fjárfestingarkosti á skuldabréfamarkaði og greinir þar á milli hans og hinna bankanna tveggja. Guðni segir erfiðara með fjármögnun á skuldabréfamarkaði að sinni og telur að í kjörunum sem þar bjóðast endurspeglist neikvæð skrif greiningardeilda að undanförnu. Heldur kveður þó við jákvæðari tón í skýrslu Morgan Stanley. Augljóst var að markaðurinn fór á flótta um leið og Merrill Lynch gaf út sína skýrslu og eins þegar Fitch breytti lánshæfishorfum ríkisins, segir hann en telur bankann vel settan hvað varðar frekari fjármögnun. Hann segir bankann hafa tímann fyrir sér, gjalddagar séu ekki fyrr en með haustinu og uppi séu áætlanir um útgáfu skuldabréfa bæði í Bandaríkjunum og Asíu, auk þess sem bankinn eigi líka 8,7 milljarða í auðseljanlegum eignum, ef í harðbakkann slær. „En við fengum góðar móttökur í sambankaláninu. Kjörin eru góð og endurspegla traust á Kaupþingi banka á evrópskum bankamarkaði,“ segir hann. Heildarendurfjármögnun bankans á árinu nemur um 1,3 milljörðum evra, fyrir utan endurfjármögnun bankanna FIH og Singer og Friedlander, en þeir bankar sjá um sína endurfjármögnun sjálfir.
Innlent Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira