Ljúga stjórnvöld? 2. nóvember 2006 05:00 Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun