Eftir höfðinu dansa limirnir 25. október 2006 00:01 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander. Hundur er alltaf hundur, jafnvel þótt maður segi honum að vera köttur. Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira