Síminn tapaði rúmum 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði 2,1 milljarðs króna hagnaði. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam tæpum 8,3 milljörðum króna á tímabilinu.
Rekstrarhagnaður Símans fyrir afskriftir (EBITDA) nam tæpum 4 milljörðum króna en það er 12,1 prósentu aukning á milli ára. Að teknu tilliti til afskrifta eykst rekstrarhagnaður (EBIT) um 20 prósent. Rekstrartekjur voru 11,8 milljarðar króna og hækkuðu þær um tæp 17 prósent.
Þegar kostnaðarverð er dregið frá fór framlegð úr 4,8 milljörðum í 5,5 milljarða.
Þá voru heildareignir samstæðunnar um 84,8 milljarðar króna í lok júní og eigið fé 26,2 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er því tæpt 31 prósent.
Fjögur dótturfélög eru innifalin í samstæðureikningi Símans: Anza hf., Upplýsingaveitur ehf., Skíma ehf. og Tæknivörur ehf.
Í tilkynningu frá Símanum til Kauphallar Íslands er haft eftir Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Símans, að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel enda sé rekstrarhagnaður Símans á fyrri helmingi ársins um 2 milljarðar króna. Sala hafi aukist og veltufé frá rekstri sé gott, sem er jákvætt. Aftur á móti hafi óhagstæð gengisbreyting krónunnar á árinu haft töluverð áhrif á efnahag Símans eins og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum, að hans sögn.
Tap þrátt fyrir gróða

Mest lesið

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent


Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent