Sony innkallar eigin rafhlöður 17. október 2006 09:16 Fartölva af gerðinni Sony Vaio. Mynd/AFP Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira