Erlent

Fjórir reiðhjólamenn látast í Wales

Frá vettvangi slyssins í Wales í gær.
Frá vettvangi slyssins í Wales í gær. MYND/AP

Fjórir reiðhjólamenn létust þegar bíll keyrði á þá í bænum Abergale í Norður-Wales í gær. Slysið varð eftir að ökumaður fólksbifreiðar, sem kom úr gagnstæðri átt, missti stjórn á bifreið sinni sem fór á öfugan vegarhelming og ók á tólf manna hóp hjólreiðamanna með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir sem létust voru allt karlar, sá yngsti 14 ára og sá elsti á sextugsaldri. Þeir sem lifðu af slysið voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Einn fótbrotnaði en aðrir slösuðust ekki. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna hálku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×