Eitt sterkasta par heims 17. desember 2006 11:00 Arnold Schwartzenegger kraftakallinn og ríkisstjórinn stendur fyrir kraftamótinu Arnold Classic. Gemma Taylor, sterkasta kona Bretlands, og Benedikt Magnússon, sterkasti maður Íslands kynntust á kraftakeppni í mars og felldu hugi saman. Nú búa þau saman á Íslandi og búa sig undir frekari stórræði í heimi kraftlyftinga. Gemma Taylor hefur unnið keppnina um sterkustu konu Bretlands tvö ár í röð og lenti í öðru sæti í keppninni Sterkasta kona heims sem haldin var á Norður-Írlandi í júlí í fyrra. Á árinu kynntist hún Benedikt Magnússyni, sem er sterkasti maður Íslands eins og kunnugt er, og með þeim tókust ástir. „Við hittumst á Arnold Classic mótinu í mars," segir Gemma. „Það er mót sem Arnold Schwarzenegger stendur fyrir og er sterkasta kraftakeppni í heiminum um þessar mundir. Ég var að koma af stað tímariti um kraftakonur og tók þess vegna viðtal við Benna og þannig kynntumst við." Benedikt náði heimsmetinu í réttstöðulyftu á móti í Finnlandi í nóvember í fyrra, með 440 kílóa lyftu. Þetta gerði honum kleyft að taka þátt í Arnold Classic keppninni. „Hann náði fimmta sæti og það var frábær árangur," segir Gemma. „Hann er mjög hæfileikaríkur og sterkur og á framtíðina fyrir sér í þessu. Svo náði hann 7. sæti í keppninni Sterkasti maður heims, sem var haldin á Íslandi í nóvember. Næsta keppnin hans verður Arnold Classic í Úkraínu 29. desember og svo verður önnur slík í Bandaríkjunum í mars." Gemma tekur undir að kraftamennska sé ekki hin dæmigerða atvinnugrein. „Þessi atvinna er mjög ólík því sem fólk þekkir, en af því að við erum bæði í þessu eigum við auðvelt með að skipuleggja okkur. Við eyðum miklum tíma í þjálfun og leggjum mikla áherslu á heilbrigði og næringu. Með þessu getum við hjálpast að," segir Gemma. Lífið á Íslandi leggst vel í Gemmu. „Næsta keppnin mín verður 20. desember, en það er keppni í þremur tegundum kraftlyftinga hjá Gym 80. Mig langar að reyna að slá Íslandsmetin í þessum greinum," segir hún. Benedikt Magnússon og Gemma kærasta hans æfa saman og stefna hátt í kraftlyftingaheiminum. MYND/Valli . Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Gemma Taylor, sterkasta kona Bretlands, og Benedikt Magnússon, sterkasti maður Íslands kynntust á kraftakeppni í mars og felldu hugi saman. Nú búa þau saman á Íslandi og búa sig undir frekari stórræði í heimi kraftlyftinga. Gemma Taylor hefur unnið keppnina um sterkustu konu Bretlands tvö ár í röð og lenti í öðru sæti í keppninni Sterkasta kona heims sem haldin var á Norður-Írlandi í júlí í fyrra. Á árinu kynntist hún Benedikt Magnússyni, sem er sterkasti maður Íslands eins og kunnugt er, og með þeim tókust ástir. „Við hittumst á Arnold Classic mótinu í mars," segir Gemma. „Það er mót sem Arnold Schwarzenegger stendur fyrir og er sterkasta kraftakeppni í heiminum um þessar mundir. Ég var að koma af stað tímariti um kraftakonur og tók þess vegna viðtal við Benna og þannig kynntumst við." Benedikt náði heimsmetinu í réttstöðulyftu á móti í Finnlandi í nóvember í fyrra, með 440 kílóa lyftu. Þetta gerði honum kleyft að taka þátt í Arnold Classic keppninni. „Hann náði fimmta sæti og það var frábær árangur," segir Gemma. „Hann er mjög hæfileikaríkur og sterkur og á framtíðina fyrir sér í þessu. Svo náði hann 7. sæti í keppninni Sterkasti maður heims, sem var haldin á Íslandi í nóvember. Næsta keppnin hans verður Arnold Classic í Úkraínu 29. desember og svo verður önnur slík í Bandaríkjunum í mars." Gemma tekur undir að kraftamennska sé ekki hin dæmigerða atvinnugrein. „Þessi atvinna er mjög ólík því sem fólk þekkir, en af því að við erum bæði í þessu eigum við auðvelt með að skipuleggja okkur. Við eyðum miklum tíma í þjálfun og leggjum mikla áherslu á heilbrigði og næringu. Með þessu getum við hjálpast að," segir Gemma. Lífið á Íslandi leggst vel í Gemmu. „Næsta keppnin mín verður 20. desember, en það er keppni í þremur tegundum kraftlyftinga hjá Gym 80. Mig langar að reyna að slá Íslandsmetin í þessum greinum," segir hún. Benedikt Magnússon og Gemma kærasta hans æfa saman og stefna hátt í kraftlyftingaheiminum. MYND/Valli .
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira