Erlent

Flóð og aurskriður urðu 18 til viðbótar að bana í Kína

Ekkert lát er á miklum rigningum og flóðum í Kína. Í gær létust minnst átján manns og átján til viðbótar er saknað eftir að 250 millimetra úrkomu á einum degi, sem olli skyndiflóðum og aurskriðum sem ruddu niður húsum og öðrum mannvirkjum.

Flóðin byrjuðu óvenju snemma þetta árið og hafa í það minnsta 170 manns látið lífið síðan í lok maí, og alls hafa 1,6 milljónir Kínverja hrakist frá heimilum sínum. Venjulega byrja flóðin ekki fyrr en í júní en búast má við að þau standi fram í ágúst.

Til viðbótar flóðunum í Kína hafa vatnsflóð og miklar rigningar valdið usla í Indónesíu og í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×