Erlent

24 lík finnast á Haítí

Tuttugu og fjögur lík fundust í vegkanti í Dóminíska lýðveldinu í gær. Lögreglan í landinu segir að þau séu af ólöglegum innflytjendum frá nágrannaríkinu Haítí en þau fundust skammt frá þar sem lögreglan stöðvaði vöruflutningabíl sem var með sextíu ólöglega innflytjendur innanborðs. Svo virðist sem fólkið sem líkin eru af hafi kafnað í vöruflutningabílnum og bílstjórinn hafi losað sig við þau rétt áður en hann var stöðvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×