Tveir nýir Manager-leikir 7. desember 2006 00:01 Loksins hægt að spila leikinn á PSP. Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn. Leikjavísir Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn.
Leikjavísir Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira