Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva 1. september 2006 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri actavis. Róbert segir samlegðuáhrif Actavis og Pliva meiri en Barr og Pliva. Actavis er í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. MYND/ valli Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira