Sigurður Freyr Kristmundsson sagði að það hefði verið óviljaverknaður þegar hann varð Braga Halldórssyni að bana með því að stinga hann í íbúð við Hverfisgötu 20. ágúst síðastliðinn. Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys hófst í morgun. Hann sagðist hafa setið gegn Braga með hníf í hendi en þeir síðan staðið upp og gengið hvor á móti öðrum, þá hafi hnífurinn farið í Braga. Vitni sem komu fyrir dómin sögðust aðeins muna eftir Sigurði standandi. Stungan sem varð Braga að bana var tólf til þrettán sentímetra djúp og þarf talsvert afl til að hnífur gangi svo langt inn í mann.

