Lífið

„Bíóræningi“ í fangelsi

Ungur Bandaríkjamaður, Johnny Ray Gasca, sem einnig hefur verið kallaður sjóræningjaprinsinn hefur verið dæmdur í 7 ára fangelsi í kjölfarið á því að hann var gripinn glóðvolgur með upptökubúnað í kvikmyndahúsi.

Kom svo í ljós að Johnny þessi hefur stórgrætt á því að taka upp forsýningar á kvikmyndum með góðum upptökubúnaði og selja þær svo ólöglega.

Fram kom í réttarhöldunum að Johnny hefur grætt allt að 4500 dollara á viku með sölu á kvikmyndunum. Johnny þessi er fyrsti maðurinn í heiminum sem hefur verið ákærður fyrir „rán“ á kvikmynd, en grófari stuldur á hugverki fyrirfinnst varla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.