Er Geir Haarde ábyrgðarlaus? 14. desember 2006 05:00 Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun