Erlent

Spennan á Gasa svæðinu eykst

MYND/AP

Spennan á Gasa svæðinu í Palestínu jókst í dag þegar hershöfðingi í öryggissveit landsins féll og þrír aðrir særðust í tveimur skotbardögum milli Hamas samtakanna og öryggissveita landsins sem stjórnað er af Fatah hreyfingunni. Skotbardagarnir brutust út eftir að þúsundir lögreglumanna söfnbuðust saman á götu úti, skutu af byssum sínum upp í loft og kröfðust þess að fá launin sín greidd.

Palenstíska ríkisstjórnin hefur átt í erfiðleikum meða að greiða laun um 165 þúsund borgara eftir að styrkir til landsins frá Evrópu og Bandaríkjunum hættu að berast. Innan hamas samtakanna deila menn nú um hvort viðurkenna eigi tilvist ísraels ríkis og hefur Abbas forseti gefið stjórninni frest fram í miðja næstu viku til að gera upp hug sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×